Mímir er nemendafélag Menntaskólans að Laugarvatni. Tilgangur félagsins og markmið er að gæta hagsmuna nemenda og auðga félagslíf þeirra yfir skólatímann með hverskyns félagsstarfsemi. Félagið var stofnað 25. október árið 1952.

Stjórn Mímis samanstendur af 10 embættum, í sumum embættum eru tveir, sem gera 14 stjórnarmeðlimi samtals. Mímir heldur utan um margs konar tómstundarklúbba og sér um alls konar viðburði innan sem utan skólans.

Aðsetur Mímis er staðsett í Stjórnó, á efstu hæð skólans.

Mímir logo.png